Edison Cavani hefur yfirgefið Manchester United eftir tvö tímabil hjá félaginu. Argentínumaðurinn er 35 ára gamall og rann út á samningi í sumar.
Cavani gekk til liðs við United í október 2020 þegar Ole Gunnar Solskjaer var þjálfari.
Hann skoraði 10 mörk í 26 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili en tækifærin voru af skornum skammti í ár og skoraði hann aðeins tvo mörk í 15 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri United, staðfesti brottför Cavani fyrir leik liðsins gegn Crystal Palace um síðustu helgi í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en Erik Ten Hag tók formlega við sem knattspyrnustjóri United í dag.