Enska knattspyrnufélagið Leeds United er að ganga frá kaupum á bandaríska miðjumanninum Brendan Aaronson. Þetta segir virti fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano.
Aaronson kemur frá Red Bull Salzburg í Austurríki. Hann er upphaflega frá Medford í New Jersey og hefur verið kallaður „Medford Messi“ í fjölmiðlum.
Miðjumaðurinn mun kosta Leeds um 28 milljónir punda. Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds, er bandarískur. Honnum tókst að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni eftir að Marco Bielsa var látinn taka poka sinn í lok febrúar.
Leeds tryggði áframhaldandi veru sína í efstu deild með 2-1 sigri á Brentford í lokaumferðinni.
Leeds are closing on Brenden Aaronson deal, here we go soon. Full agreement reached with RB Salzburg and paperworks to be prepared soon, deal worth £28m as reported yesterday. ⚪️🇺🇸 #LUFC
Aaronson has already agreed personal terms with Leeds as he wanted Premier League move. pic.twitter.com/NAp9QdytFw
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 23, 2022