fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. maí 2022 19:23

Þórólfur Guðnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti tilfelli apabólu greindist í Danmörku í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir í samtali við RÚV að ljóst sé að sjúkdómurinn berist hingað til lands. Til þess að komast hjá smiti hvetur Þórólfur fólk til að vera ekki í nánu samneyti við ókunnugt fólk og gæti sín þegar kemur að kynlífi.

Sjúkdómurinn smitast aðallega við mjög náið samneyti milli fólks. „Bæði virðist það vera við kynmök. Smit í gegnum húð frá fólki sem er með vessandi útbrot, svo getur þetta smitast líka við náin samgang með dropasmiti þar að segja út frá öndunarvegi,“ segir Þórólfur í frétt RÚV.

Sérfræðingar hjá WHO –  Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hafa greint frá því að mögulegt sé að apabólusmit sem upp hafa komið megi rekja til kynlífs sam- og tvíkynhneigðra manna á tveimur reifum á Spáni og í Belgíu. Að minnsta kosti 60 einstaklingar hafa greinst í Evrópu og allar líkur á því að fleiri smit muni greinast á næstu dögum, jafnvel hópsmit.

Ein­kenni sjúk­dóms­ins í mönn­um fela í sér sár á húðinni, út­brot í and­liti, lóf­um og á ilj­um, hrúður, hita, hroll og vöðva­verki. Engin lækning er til við sjúkdóminum en blessunarlega ná flestir sér sem smitast innan nokkurra vikna. Aðeins í sjaldgæfum tilvikum reynist sjúkdómurinn banvænn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill