Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn í vörn Örebro er liðið vann 1-0 sigur á Eskiltunna í sænsku b-deildinni í dag.
Vincent Thill gerði sigurmark heimamanna í Örebro í upphafi síðari hálfleiks. Þetta var fimmti sigur liðsins á tímabilinu en Axel og félagar eru í 5. sæti deildarinnar með 16 stig. Eskiltunna er í 6. sæti með 15 stig.
Axel hefur leikið átta af fyrstu níu leikjum Örebro á tímabilinu síðan hann kom til félagsins frá Riga í Lettlandi í lok mars.