fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
433Sport

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Vieira eftir að hann sparkaði í stuðningsmann

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 23. maí 2022 18:30

Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace (Mynd /Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Patrick Vieira, knattspyrnustjóra Crystal Palace, eftir að hann lenti í útistöðum við stuðningsmann eftir 3-2 tap liðsins gegn Everton síðastliðinn fimmtudag.

Fjöldi stuðningsmanna hljóp inn á völlinn í lok leiks eftir 3-2 endurkomusigur Everton. Vieira virtist sparka í stuðningsmann eftir að hafa verið hæddur af honum.

Lögreglan hefur rætt við báða aðila og þeir hafnað tækifærinu til að bera fram formlega kvörtun eða kæru,“ segir í yfirlýsingu lögreglu.

Lögreglan á Merseyside-svæðinu vann með Everton í að „safna saman öllu myndefni úr öryggismyndavélum ásamt því að ræða við vitni.“ Stuðningsmaðurinn fékk einnig áminningu frá félaginu um hegðun sína.

Atvikið var eitt af mörgum í vikunni þar sem stuðningsmenn ruddust inn á völlinm. Robert Biggs, stuðningsmaður Nottingham Forest, fékk 24 vikna fangelsisdóm fyrir að skalla Billy Sharp, leikmann Sheffield United, eftir að stuðningsmenn Nottingham Forest höfðu ráðist inn á völlinn til að fagna sigri sinna manna á Sharp og félögum.

Enska úrvalsdeildin hefur þegar haldið neyðarfund þar sem ákveðið var að félög þyrftu að manna leiki sína með öryggisvörðum sem eru sérbúnir til að takast á við það þegar fólk hleypur inn á völlinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lofsyngur Alfreð – „Breytingin er ótrúlega mikil“

Lofsyngur Alfreð – „Breytingin er ótrúlega mikil“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Manchester United veit af verðmiðanum – Helmingi ódýrari

Manchester United veit af verðmiðanum – Helmingi ódýrari
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nefna sex leikmenn sem ættu að fá tækifæri með landsliðinu – Listinn mjög umdeildur

Nefna sex leikmenn sem ættu að fá tækifæri með landsliðinu – Listinn mjög umdeildur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ósnertanlegur í Lundúnum

Ósnertanlegur í Lundúnum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Halldór tengir ekki við þessa umræðu – „Ég upplifi það ekki“

Halldór tengir ekki við þessa umræðu – „Ég upplifi það ekki“