fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Courtney Love segir að Johnny Depp hafi bjargað lífi hennar

Fókus
Mánudaginn 23. maí 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Courtney Love segir að leikarinn Johnny Depp hafi bjargað lífi hennar eftir að hún tók inn of stóran skammt eiturlyfja árið 1995. Atvikið átti sér stað fyrir utan þekkta skemmtistaðinn Viper Room.

Courtney deilir frásögninni og lýsir yfir stuðning við leikarann sem stendur nú í málaferlum við fyrrverandi eiginkonu sína Amber Heard.

„Ég vil ekki fella neina dóma opinberlega en ég vil bara segja að Johnny gaf mér hjartahnoð eftir að ég hafði tekið inn of stóran skammt fyrir utan Viper Room,“ sagði Love.

Hún sagði að Depp hafi einnig stutt við dóttur hennar, Frances Bean Cobain, á meðan hún glímdi við fíkn.

Johnny– á meðan ég var á krakki og Frances þurfti að líða fyrir það með félagsmálayfirvöldum – skrifaði henni fjögurra blaðsíðna bréf, sem hún sýndi mér aldrei, á 13 ára afmæli hennar. Hann þekkti mig nánast ekkert. 

Síðan sendi hann limmósíu að skóla hennar þegar fulltrúar barnaverndarnefndar voru þar að sniglast – aftur óumbeðinn – til að sækja hana og vini hennar.“ 

Love bætti við að hún hefði samúð með Ambera Heard, því sjálf hafi Love upplifað að vera „hataðasta konan í Ameríku“, eitthvað sem hún kæri ekki um að rifja upp.

„Ég hef verið hataðasta konan í heiminum fyrir tíma TikTok og það er virkilega…..ég hef samúð með því hvernig Amber hlýtur að líða. Fokk, getið þið ímyndað ykkur hvernig er að vera hún?“

Myndskeiðinu, þar sem Love lét ofangreind ummæli falla, var birt á Instagram síðu vinkonu LoveJessicu Reed Kraus.

Love hefur síðan gefið út að myndbandið hafi verið birt í hennar óþök. „Ég vil veita vini hlutlausan stuðning. Ég vil ekki taka þátt í einelti. Það mikilvæga í því sem var birt er að ég sagði þar að við ættum öll að hætta að skemmta okkur í þórðargleðinni og sýna samkennd með báðum aðilum. Ef ég særði einhvern, vinsamlegast fyrirgefið mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu