Kurt Zouma, varnarmaður West Ham, hefur, ásamt bróður sínum Yoan, verið ákærður fyrir dýraníð.
Zouma komst í fréttirnar fyrir það að fara illa með köttinn sinn á meðan Yoan tók það upp.
Miðvörðurinn er sakaður um að láta köttinn sinn ganga í gegnum þjáningu að óþörfu og að vernda hann ekki fyrir meiðslum.
Kurt og Yoan þurfa að mæta í dómsal á morgun og svara til saka.
Zouma hefur haldið áfram að leika með West Ham allar götur frá því að málið kom upp. Við það eru margir ósáttir.