fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Viaplay tryggir sér sýningarrétt á Championship-deildinni og enska deildabikarnum í 10 löndum.

Eyjan
Mánudaginn 23. maí 2022 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viaplay mun sýna meira en 180 Sky Bet Championship-leiki í beinni á ári hverju á öllum Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, Póllandi og Hollandi. Allar umferðir Carabao Cup verða sýndar í beinu streymi á Viaplay. Viaplay mun sýna ensku úrvalsdeildina í níu löndum frá og með ágúst 2022.

Viaplay verður eina streymisveitan með sýningarréttinn á Sky Bet Championship-deildinni og Carabao Cup á öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, Póllandi og Hollandi frá 2022. Á hverju einasta tímabili verða meira en 180 leikir í beinni útsendingu frá hinni gífurlega vinsælu 1. deild Englands, þar á meðal undanúrslit og úrslit umspilsins um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.

The Sky Bet Championship-deildin er fjórða vinsælasta deild Evrópu, yfir 20 milljónir aðdáenda mæta á leiki liðanna á hverju tímabili. Síðastliðin ár hafa þekkt félög á borð við Aston Villa, Derby County, Fulham, Newcastle United, Nottingham Forest og West Bromwich Albion spilað í deildinni. Á hverju tímabili fara tvö efstu liðin upp í ensku úrvalsdeildina, þriðja liðið fer í gegnum umspilið þar sem leikmenn verða ýmist hetjur eða skúrkar.

Carabao Cup (Enski deildabikarinn) sem nú er í höndum Liverpool, er opinn 92 bestu liðum Englands og eru leiknar 7 umferðir. Sigurvegarinn hlýtur sæti í nýju Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð.

„Fótboltaunnendur vita að það jafnast fátt á við enska knattspyrnu þar sem koma saman miklir hæfileikar, gríðarleg ástríða, magnaðar hefðir og óútreiknanleg úrslit. Við erum nú þegar að sýna frá fjölbreyttu íþróttaefni, en erum hástánægð með þessa viðbót, að fá bæði enska deildabikarinn og ensku Championship-deildina inn á heimili íþróttanna hér á Viaplay,“ segir Hjörvar Hafliðason íþróttastjóri Viaplay á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna