Manchester City varð Englandsmeistari í gær með dramatískum 3-2 sigri á Aston Villa.
Eftir leik hlupu stuðningsmenn inn á völlinn og tveir þeirra veittust að Robin Olsen, markverði Villa.
Manchester City hefur beðið Svíann innilegrar afsökunar. Þá er sagt að rannsókn sé þegar hafinn og þegar sökudólgurinn finnist fari hann í ævilangt bann frá knattspyrnuvellinum.
Mörg leiðinda atvik hafa komið upp á Englandi undanfarið eftir að áhorfendur ráðast inn á velli í fagnaðarlátum. Enska úrvalsdeildin og enska knattspyrnusambandið skoða hvað skal gera í málinu. Á dögunum skallaði stuðningsmaður Nottingham Forest Billy Sharp, leikmann Sheffield United, í fagnaðarátum eftir að hafa hlaupið inn á völlinn í leikslok.
Þá veittist stuðningsmaður Everton að Patrick Vieira, stjóra Crystal Palace, í fagnaðarlátum eftir leik liðanna á dögunum. Það fór svo að Vieira sparkaði stuðningsmanninn niður.
Hér fyrir neðan má sjá árásinu á Olsen.
V
Aston Villa goalkeeper Robin Olsen is hit in the head and pushed by fans during latest pitch invasion at Manchester City in another shameful attack on players by supporters
======https://t.co/TE31bfcNu2 pic.twitter.com/npSs8Y8rZR— Επικαιρότητα – V – News (@triantafyllidi2) May 23, 2022