fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. maí 2022 17:00

Thule herstöðin. Mynd: EPA-EFE/

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá bandarískum stjórnvöldum kemur fram að fyrirhugað sé að nota milljarða dollara til að styrkja stöðu Bandaríkjanna á Norðurheimskautinu. Meðal annars er fyrirhugað að setja fjármagn í Thulestöðina á Grænlandi þar sem Bandaríkjamenn hafa verið með herstöð áratugum saman.

Berlingske skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í þeim hlutum skýrslunnar sem er hægt að lesa en hún er að stórum hluta ritskoðuð. Bandarísk stjórnvöld staðfestu við miðilinn að endurbætur verði gerðar á Thulestöðinni. Í yfirlýsingu frá bandaríska flughernum, sem Berlingske fékk hjá bandaríska sendiráðinu í Kaupmannahöfn, kemur fram að búnaður stöðvarinnar sé orðinn gamall. Að öðru leyti er ekki skýrt frá hvað stendur til að gera í herstöðinni.

Miðillinn segir að hvorki grænlenska stjórnin né danska þingið viti hvað Bandaríkjamenn ætla að gera. Samkvæmt samningi Bandaríkjanna, Grænlands og Danmerkur um Thulestöðina eiga bandarísk yfirvöld að ráðfæra sig við dönsk og grænlensk yfirvöld hvað varðar umtalsverðar breytingar á starfsemi bandaríska hersins á Grænlandi. Bandaríkin þurfa þó ekki að biðja um leyfi til breytinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær