Rússar misstu um 15.000 hermenn í stríðinu í Afganistan á þeim níu árum sem það stóð yfir. Upplýsingar breskra leyniþjónustustofnana benda til að þeir hafi misst um 15.000 hermenn á fyrstu þremur mánuðum stríðsins í Úkraínu.
„Blanda lélegra áætlana, takmarkaðar loftvarnir, skortur á sveigjanleika og forysta sem er undir það búin að endurtaka mistökin hafa valdið þessu mikla mannfalli, sem heldur áfram að aukast í Donbas,“ skrifar varnarmálaráðuneytið á Twitter.
Einnig segir í færslunni að þetta mikla mannfall geti orðið til þess að almenningsálitið í Rússlandi verði neikvæðara í garð stríðsins.
(2/3) A combination of poor low-level tactics, limited air cover, a lack of flexibility, and a command approach which is prepared to reinforce failure and repeat mistakes has led to this high casualty rate, which continues to rise in the Donbas offensive.
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) May 23, 2022