fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. maí 2022 06:10

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því fer víðs fjarri að innrás Rússa í Úkraínu hafi gengið eins vel og rússneskir ráðamenn gerðu ráð fyrir. Raunar gengur hernaðurinn svo illa að Rússar og Vladímír Pútín, forseti, eiga í raun enga leið út úr stríðinu.

Þetta er mat Kyrylo Budanov yfirmanns úkraínsku leyniþjónustunnar GUR. „Pútín er í blindgötu. Hann getur ekki stöðvað stríðið né sigrað. Hann getur ekki sigrað vegna raunverulegra ástæðna og ef hann vill stöðva það þá verður hann að viðurkenna að Rússland er ekki það stóra og sterka ríki sem hann vildi láta það líta út fyrir að vera,“ sagði hann í samtali við Wall Street Journal. Hann sagði að það muni hafa miklar afleiðingar, of miklar, fyrir Pútín ef hann þarf að útskýra fyrir rússnesku þjóðinni að hann hafi ekki getað sigrað í stríðinu í Úkraínu.

„Þegar þau sjá loksins að „zarinn“ er ekki eins stór og voldugur og hann þóttist vera, þá verður það eitt skref í átt að eyðileggingu þess Rússlands sem við þekkjum í dag,“ sagði hann einnig.

Hann sagði einnig að GUR sé með stór net útsendara í Rússlandi sem fylgist með Pútín og öðrum leiðtogum landsins og af þeim sökum viti Úkraínumenn um allar áætlanir Rússar. „Ég er mjög undrandi á heimsku Rússanna. Af öllum þeim möguleikum, sem Pútín hafði fyrir stríðið, valdi hann þann hrottalegasta og versta fyrir hann sjálfan. Þeir höfðu betri möguleika. Nú sjáum við afleiðingarnar,“ sagði Budanov.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu