fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Tvíkynhneigð og móðir – Þetta er sagan um Amber Heard

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. maí 2022 06:05

Johnny Depp og Amber Heard.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Amber Heard og Johnny Depp hafi verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu vegna réttarhalda í máli þeirra sem standa nú yfir í Bandaríkjunum. En hvað vitum við annað um Amber en að hún er fyrrum eiginkona Johnny Depp og lék í kvikmyndinni Aquaman?

Hún fæddist í 22. apríl 1986 í Austin í Texas. Hún ólst upp á íhaldssömu kaþólsku heimili með foreldrum sínum og yngri systur, Whitney, við kröpp kjör.

Á sínum yngri árum tók hún þátt í fjölda fegurðarsamkeppna. Hún hætti í skóla 17 ára til að elta fyrirsætudraum sinn í New York. Síðar lá leið hennar til Hollywood þar sem hún eltist við draum sinn um að verða leikkona.

Smátt og smátt fór erfiði hennar að bera árangur og 2004 fékk hún hlutverk í tveimur tónlistarmyndböndum og lítil hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við „The OC“. Á næstu árum fékk hún stöðugt fleiri hlutverk og 2008 fékk hún aðalhlutverkið í „All the boys love Mandy Lane“. En hún sló fyrst í gegn þegar hún lék á móti Seth Rogen og James Franco í „Pineapple Express,“ 2008.

Kom út úr skápnum

2008 kom hún út úr skápnum sem tvíkynhneigð og hóf samband við ljósmyndarann Tasya van Ree. Það kann að virðast stórt stökk fyrir konu, sem ólst upp í íhaldssamri kaþólskri fjölskyldu, að koma út úr skápnum sem tvíkynhneigð en það var þó kannski ekki eins stórt stökk og ætla má. Amber sneri nefnilega baki við guði þegar hún var 16 ára og gerðist trúleysingi. Það gerðist í kjölfar þess að besti vinur hennar lést í bílslysi.

Amber og Tasya voru saman frá 2008 til 2012. Á þeim tíma máttu samkynhneigðir ekki ganga í hjónaband en Amber tók eftirnafn Tasya upp en skipti aftur yfir í Heard þegar þær slitu sambandi sínu.

Tasya og Amber þegar allt lék í lyndi. Mynd:Getty

Sambandið við Tasya hafði áhrif á feril Amber því leikstjórar efuðust um að hún gæti leikið gagnkynhneigða konu í rómantískum kvikmyndum. Hún sýndi fram á að þeir höfðu rangt fyrir sér.

Samband Amber og Tasya var að sögn stormasamt og hefur það verið dregið inn í yfirstandandi málaferli. Amber var handtekin 2009 í kjölfar deilna hennar við Tasya en var ekki kærð fyrir ofbeldi.

Fyrir nokkrum árum sagði Tasya að Amber væri misskilin. Þær eru mjög góðir vinir enn þann dag í dag.

Féll fyrir Depp

2011 fékk hún hlutverk í kvikmynd byggðri á bókinni „The Rum Diary“ og það var þá sem hún hitti Johnny Depp. Ári síðar opinberuðu þau samband sitt. Þau trúlofuðu sig 2014 og gengu í hjónaband 2015. Fimm mánuðum síðar sótti hún um skilnað. Þá gengu ásakanir þeirra á milli um ofbeldi. Amber sótti um nálgunarbann gegn Johnny Depp og fékk.

Johnny Depp og Amber Heard.

 

 

 

 

 

 

 

Í grein í Washington Post 2018 sagði Amber að hún hefði verið beitt ofbeldi í sambandi en nefndi Johnny Depp ekki á nafn. Í kjölfarið kölluðu breskir fjölmiðlar hann mann sem lemdi eiginkonu sína. Hann segist hafa misst vel launuð hlutverk vegna greinar Amber. Þar er ástæðan fyrir núverandi málarekstri komin. Hann krefur Amber um 50 milljónir dollara og hún krefur hann um 100 milljónir dollara.

Hver á barnið?

Í júní á síðasta ári kom Amber fólki á óvart þegar hún tilkynnti að hún hefði eignast dótturina Oonagh Paige Heard. Staðgöngumóðir gekk með hana og Amber hefur ekki upplýst hver faðirinn er.

Amber Heard og Elon Musk.

Kjaftasögur hafa sprottið upp úr þessu og hefur því meðal annars verið velt upp hvort Elon Musk sé faðir Oonagh en hann og Amber voru par á árunum 2016 og 2017. Fjórum mánuðum eftir að slitnaði upp úr sambandi þeirra tóku þau saman á nýjan leik en slitu sambandinu endanlega í febrúar 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu