Jóhannes Karl Sigursteinsson hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs KR. Félagið hefur staðfest þetta. Hann hafði sagt starfi sínu lausu í byrjun maí.
Arnar Páll Garðarson, aðstoðarþjálfari, og Gunnar Einarsson, yngiflokkaþjálfari hjá KR, munu stýra liðinu fram að mánaðarmótum.
KR er án stiga í neðsta sæti Bestu deildarinnar eftur fimm umferðir.
Yfirlýsing KR
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari kvennaliðs KR hefur látið að störfum eftir að hafa sagt starfi sínu lausu í byrjun maí.
KR vill nota tækifærið og þakka Jóhannesi Karli fyrir starf sitt og óskar honum velfarnaðar. Það er sameiginlegur skilningur allra að KR þurfi að gera betur í framtíðinni og er mikil vinna framunda. Arnar Páll Garðarsson aðstoðarþjálfari KR og Gunnar Einarsson þjálfari yngri flokka hjá KR stíga inn og munu stýra liðinu fram að mánaðarmótum.
Verið er að vinna í ráðningu á nýjum þjálfara.
KR mun á ný verða í fremstu röð liða.