Keflavík tók á móti FH í Bestu deild karla í dag.
Patrik Johannesen kom heimamönnum yfir á 12. mínútu leiksins. Forystan lifði þó aðeins þar til á 24. mínútu en þá jafnaði Matthías Vilhjálmsson fyrir FH.
Það tók Keflvíkinga þó aðeins nokkrar mínútur að svara fyrir sig aftur. Dani Hatakka gerði annað mark þeirra.
Staðan þegar liðin gengu til búningsklefa var 2-1 fyrir heimamenn.
Ekkert var skorað í seinni hálfleik og sigldi Keflavík sigrinum í höfn.
Keflavík fer með sigrinum upp í áttunda sæti með sjö stig, jafnmörg stig og FH sem er í sjöunda sæti. Keflvíkingar hafa þó spilað einum leik meira en flest önnur lið deildarinnar.