Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að ráðist var Robin Olsen, markvörð Aston Villa, eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
City vann leikinn 3-2 og tryggði sér Englandsmeistaratitilinn.
Eftir leik hlupu stuðningsmenn inn á völlinn og einhver þeirra meiddi Olsen.
Félagið hefur beðið Svíann innilegrar afsökunar. Þá er sagt að rannsókn sé þegar hafinn og þegar sökudólgurinn finnist fari hann í ævilangt bann frá knattspyrnuvellinum.
Mörg leiðinda atvik hafa komið upp á Englandi undanfarið eftir að áhorfendur ráðast inn á velli í fagnaðarlátum. Enska úrvalsdeildin og enska knattspyrnusambandið skoða hvað skal gera í málinu.
Club statement: Aston Villa
— Manchester City (@ManCity) May 22, 2022