Mohamed Salah hjá Liverpool og Heung-Min Son hjá Tottenham deila gullskónum í ensku úrvalsdeildinni.
Báðir skoruðu þeir 23 mörk.
Salah hafði skorað marki meira fyrir lokaumferðina í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann skoraði eitt mark í 3-1 sigri á Wolves.
Á sama tíma skoraði Son hins vegar tvö mörk fyrir Tottenham sem tryggði sér Meistaradeildarsæti með 0-5 sigri á Norwich.