Nú er hálfleikur í öllum leikjum í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Barist er á öllum vígstöðum.
Manchester City og Liverpool berjast um titilinn. Sem stendur er City ofar á markatölu þrátt fyrir að vera að tapa 0-1 gegn Aston Villa. Það er vegna þess að jafnt er hjá Liverpool og Wolves, 1-1.
Í Meistaradeildarbaráttunni er Tottenham í góðum málum. Liðið leiðir 0-2 gegn Norwich og heldur þar með tveggja stiga forskoti sínu á Arsenal. Skytturnar eru að vinna Everton 2-1 en það mun að öllum líkindum duga til.
Sem stendur er West Ham á leið í Evrópudeildina en liðið er 0-1 yfir gegn Brighton. Á sama tíma er Manchester United að tapa 1-0 gegn Crystal Palace og er því stigi á eftir West Ham.
Leeds heldur þá sæti sínu í deildinni ef leikar enda svona. Liðið er að gera markalaust jafntefli gegn Brentford á sama tíma og Burnley er að tapa gegn Newcastle.