Rússneski markvörðurinn Nikita Chagrov hefur gert samning við Lengjudeildarlið Kórdrengja. Hann semur út næstu leiktíð.
Nikita kom til landsins fyrir þó nokkru síðan en hefur verið að glíma við meiðsli.
Nikita er 27 ára gamall og hefur leikið með Tambov, Chaika Peschanokopskoe, Avangard Kursk, Torpedo Moskvu, Smena Moskau og varalði Rostov.
Tilkynning Kórdrengja
Kórdrengir hafa samið við rússneska markvörðinn Nikita Chagrov út tímabilið 2023. Nikita er 27 ára gamall, 201cm á hæð, tæknilega góður markmaður og með mikinn faðm. Hann kom til landsins á vormánuðum og hefur æft stíft með liðinu eftir meiðsli og styttist óðum í að hann verði klár.
Kórdrengir eru spenntir fyrir því að Nikita sýni hvað í sér býr í sumar.