Maður finnst myrtur í heimahúsi og við rannsókn málsins blandast atburðarásin saman við smygl á eiturlyfinu Vermaak, einhverju hættulegasta eiturlyfi sem vitað er um. Hera Hallvarðsdóttir rannsóknarlögreglukona og félagar hennar, sem annast rannsókn málsins, hafa í mörg horn að líta.
Þetta er í sem allra stystu máli efni nýrrar íslenskrar spennusögu, Hvítserkur eftir Maríu Siggadóttur. Útgefandi er Hringaná. Útgefandinn segir að þetta sé spennusaga sem haldi lesandanum í óvissu fram á síðustu stundu.
Það var líka spenna og eftirvænting í loftinu þegar María kynnti verk sitt í útgáfuteiti í Eymundsson Skólavörðustíg síðastliðinn fimmtudag. Hér gefur að líta myndir frá teitinu.
María Siggadóttir, sem hefur skrifað ljóð og sögur frá barnsaldri, býr fyrir austan fjall og starfar við umönnun. Hvítserkur er fyrsta spennusaga höfundar en önnur er í vinnslu ásamt fleiri sögum og ljóðum.