Fern Hawkins, unnusta knattspyrnumannsins Harry Maguire hjá Manchester United, er nú stödd í gæsaferð í sólinni á Marbella ásamt vinkonum sínum.
Parið gifti sig hjá sýslumanni á dögunum en ætlar svo að halda stórglæsilegt brúðkaup í kastala í Frakklandi í sumar.
Megan Davison, eiginkona enska landsliðsmarkvarðarins Jordan Pickford, er einnig á svæðinu.
Allar virðast skemmta sér konunglega eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.