Luke Shaw og kærasta hans, Anouska Santos, eignuðust sitt annað barn á föstudag.
Shaw er leikmaður Manchester United á Englandi. Liðið mætir Crystal Palace í dag og þarf að vinna til að eiga ekki í hættu á að missa af Evrópudeildarsæti. Nú er þátttaka Shaw í leiknum í hættu.
Santos og Shaw eignuðust dóttur á föstudag en fyrir áttu þau son sem kom í heiminn í nóvember 2019.
Tímabilið hjá Manchester United hefur verið arfaslakt. Liðið er í sjötta sæti með 58 stig fyrir lokaumferðina í ensku úrvalsdeildinni í dag, tíu stigum frá Meistaradeildarsæti.
Ef liðið sigrar ekki í dag gæti það misst West Ham upp fyrir sig og hafnað í Sambandsdeildarsæti.