La Liga, efsta deild Spánar, hefur tilkynnt Paris Saint-Germain til UEFA vegna nýs samnings Kylian Mbappe við félagið.
Það varð ljóst í dag að Mbappe muni skrifa undir nýjan samning við Paris Saint-Germain í stað þess að fara til Real Madrid.
Það var talið líklegast að stjarnan færi til Real Madrid en í vikunni bárust fréttir af því að PSG ætlaði að bjóða Mbappe fjórar milljónir punda á mánuði í laun, 100 milljónir punda fyrir að skrifa undir, alls kyns völd innan félagsins og fleira.
Samningurinn sem Mbappe mun skrifa undir við PSG mun gilda til ársins 2025.
Þetta er Real Madrid og spænska deildin ekki sátt við og hafa tilkynnt PSG til UEFA og einnig franskra og evrópskra yfirvalda.
Official statement: La Liga announce they have now reported Paris Saint-Germain to UEFA because of Kylian Mbappé deal. 🚨 #Mbappé
“This is a scandal. We will now report PSG to Uefa, French autorities and EU authorities”. ⤵️📑 pic.twitter.com/ZFFtZN4eTl
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 21, 2022