ÍBV tók á móti ÍA í Vestmannaeyjum í dag.
Ekki var mikið um dauðafæri í fyrri hálfleik. Skagamenn fengu líklega besta færi hans en heimamenn voru þó sterkari heilt yfir. Markalaust var í leikhléi.
Á 67. mínútu fékk Elvis Bwomono í liði ÍBV að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Gestunum tókst þó engan veginn að nýta sér liðsmuninn til að keyra á Eyjamenn.
Þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Jón Gísli Eyland Gíslason í liði ÍA svo sitt annað gula spjald og því orðið jafnt í liðum.
Djúpt inn í uppbótartíma fékk ÍBV vítaspyrnu. Andri Rúnar Bjarnason fór á punktinn en Árni Snær Ólafsson varði frá honum. Ótrúlega svekkjandi fyrir heimamenn.
Lokatölur urðu markalaust jafntefli.
ÍA er í áttunda sæti með sex stig eftir sjö leiki. ÍBV hefur leikið jafnmarga leiki en er í ellefta sæti með þrjú stig.