KR tók á móti Leikni R. í Bestu deild karla í dag.
Heimamenn byrjuðu betur og komust yfir strax á 10. mínútu þegar Hallur Hansson setti boltann í netið eftir fyrirgjöf Arons Kristófers Lárussonar.
Leiknir vann sig inn í leikinn smám saman en tókst þó ekki að koma boltanum í netið fyrir fyrir leikhlé.
Gestunum tókst hins vegar að jafna á 54. mínútu. Þar var að verki Mikkel Dahl.
Bæði lið fengu nokkur færi til að jafna í seinni hálfleik og en voru Leiknismenn þó líklegri aðilinn.
KR er í fimmta sæti deildarinnar með 11 stig. Leiknir er á botninum með þrjú stig.