Tveir leikir fóru fram í 2. deild karla í dag.
Haukar tóku á móti KF á Ásvöllum. Gestirnir komust yfir um miðjan seinni hálfleik þegar Julio Cesar Fernandes skoraði. Fannar Óli Friðleifsson jafnaði fyrir Hauka eftir tæpan klukkutíma leik og skömmu síðar kom Kristján Ólafsson þeim yfir. Sævar Þór Fylkisson tryggði KF hins vegar stig með marki þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Lokatölur 2-2.
Haukar eru í fjórða sæti með sjö stig en KF er í því sjöunda með þrjú stig.
Njarðvík gerði þá góða ferð til Ólafsvíkur er liðið mætti Víkingum. Oumar Diouck sá til þess að gestirnir leiddu með einu marki í hálfleik en hann skoraði á 11. mínútu. Andri Þór Sólbergsson jafnaði fyrir Ólsara snemma í seinni hálfleik. Úlfur Ágúst Björnsson og Diouck kláruðu hins vegar leikinn fyrir Njarðvíkinga með mörkum á stuttum kafla eftir um klukkutíma leik. Lokatölur 1-3.
Njarðvík er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Víkingar eru í tíunda sæti með eitt stig.