Lokaumferðin í fall-hluta dönsku úrvalsdeildarinnar fór fram í dag. Voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni.
Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn með AGF í 2-2 jafntefli gegn Nordsjælland. AGF lýkur tímabilinu stigi fyrir ofan Vejle sem er í fallsæti.
Vejle vann 2-1 sigur á OB á sama tíma. Aron Elís Þrándarson kom inn á sem varamaður fyrir OB og lék í tæpan hálftíma. Aron og félagar hafna í öðru sæti fall-hlutans, 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Atli Barkarson var þá í byrjunarliði Sönderjyske í 0-2 tapi gegn Viborg. Liðið var þegar fallið fyrir leiki dagsins.