Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði annað mark Kormáks/Hvatar í 3-0 sigri gegn Kára í 3. deild karla í dag. Hann hefur þar með skorað í öllum deildum á Íslandi.
Ingibergur er 24 ára gamall en hann lék með Kormáki/Hvöt í yngri flokkum áður en hann fór í Fjölni. Hann kom svo við í Njarðvík, lék þrjá leiki í 2. deild og skoraði þrjú mörk, áður en hann hélt til Víkings Ólafsvík. Lék hann með Ólsurum í næstefstu deild. Ingibergur gerði þrjú mörk í 16 leikjum í deildinni.
Hann fór svo aftur í Fjölni og tók slaginn með liðinu í næstefstu deild árið 2019 og efstu deild 2020. Ingibergur skorað sjö mörk á fyrra tímabilinu og eitt á því síðara.
Í fyrra lék Ingibergur tvo leiki með Vatnalitljum í 4. deild og skoraði eitt mark. Hann hélt svo aftur til Ólafsvíkur.
Í dag skoraði Ingibergur svo í fyrsta leiknum með Kormáki/Hvöt í 3. deild.