Leikið var í sænsku úrvalsdeildunum í dag, bæði í karla- og kvennaflokki.
Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með Kalmar í 3-2 sigri gegn Umea á heimavelli.
Kalmar er í ellefta sæti deildarinnar með níu stig eftir tíu leiki.
Þá var Aron Bjarnason í byrjunarliði Sirius í 2-2 jafntefli gegn AIK á útivelli. Hann lék í rúmar 80 mínútur.
Sirius er í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig eftir níu leiki.