Frankfurt varð í vikunni Evrópudeildarmeistari eftir sigur gegn Rangers í úrslitaleik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
Með sigrinum tryggir Frankfurt sig jafnframt inn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.
Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna Frankfurt var innilegur í leikslok. Þrátt fyrir það segir Kevin Trapp, markvörður Frankfurt, að hann þori ekki að fullyrða að tilfinningin sem fylgdi því að vinna bikarinn sé betri en kynlíf.
„Forsetinn sagði í gær að það að vinna keppnina sé fallegra en kynlíf. Ég er ekki viss um að ég sé sammála,“ sagði Trapp léttur.
Kærasta Trapp er undirfaramódelið Izabel Goulart. Hún hefur áður opnað sig um það að hún og Trapp stundi kynlíf oft í viku.