Það eru góðar líkur á því að Gabriel Jesus yfirgefi Manchester City í sumar.
Mínútum framherjans mun án efa fækka töluvert við komu Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund í sumar. Hann leitar því líklega annað.
Jesus hefur verið sterklega orðaður við Arsenal. Liðið er í krísu fram á við þar sem samningar þeirra Eddie Nketiah og Alexandre Lacazette eru að renna út.
Nú segir Football.london hins vegar frá því að erkifjendur Arsenal í Tottenham ætli að veita þeim samkeppni um Brasilíumanninn.
Það er útlit fyrir að Tottenham muni hafa betur gegn Arsenal í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu. Til þess þarf liðið aðeins að fá stig gegn Norwich í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Myndi það án efa gefa lærisveinum Antonio Conte forskot í baráttunni Jesus.