OPTA hefur birt hvaða útkoma er líklegust fyrir hvert lið í ensku úrvalsdeildinni fyrir lokaumferðina á morgun.
Mikil spenna er fyrir lokaumferðina þar sem barist verður á öllum vígstöðum, um Englandsmeistaratitilinn, Meistaradeildarsæti, Evrópudeildarsæti og um það að halda sæti sínu í deildinni.
Manchester City er á toppi deildarinnar með stigi meira en Liverpool. Liðið mætir Aston Villa á morgun á meðan Liverpool mætir Wolves. OPTA telur 80,5% líkur á að City verji Englandsmeistaratitilinn. Það þýðir að 19,5% líkur eru á að Liverpool verði meistari.
Þá eru 84,3% líkur á að Tottenham hafni í Meistaradeildarsæti. Til þess dugir liðinu jafntefli gegn Norwich á morgun. Það eru því 15,7% líkur á að Arsenal nái Meistaradeildarsæti.
Burnley og Leeds eru í hörkufallbaráttu fyrir lokaumferðina. 84,2% líkur eru á að Leeds falli. Liðið mætir Brentford á útivelli á meðan Burnley tekur á móti Newcastle. Burnley er ofar á markatölu sem stendur.
1-20 – Based on our prediction model, what percentage chance does each team have of finishing in a specific position come the end of the Premier League season? Discuss. pic.twitter.com/LAUjz7lQj7
— OptaJoe (@OptaJoe) May 20, 2022