Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Leikið var í þriðju umferð.
Haukar tóku á móti Fylki á Ásvöllum. Fyrrum leikmaður Hauka, Vienna Behnke, kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 5. mínútu. Útlitið var gott fyrir Fylki en á stuttum kafla skömmu fyrir leikhlé sneru Haukar leiknum við með tveimur mörkum frá Keri Michelle Birkenhead. Þórey Björk Eyþórsdóttir innsiglaði svo 3-1 sigur heimakvenna með marki eftir rúman klukkutíma leik.
Um fyrstu stig Hauka er að ræða en Fylkir er enn án stiga.
Fjölnir tók á móti Augnabliki. Mark Söru Montoro á 20. mínútu sá til þess að heimakonur leiddu 1-0 í hálfleik. Þær Júlía Katrín Baldvinsdóttir og Díana Ásta Guðmundsdóttir skoruðu hins vegar fyrir gestina í seinni hálfleik. Lokatölur 1-2.
Augnablik var að sækja sín fyrstu stig en Fjölnir er án stiga.
HK vann þá sigur á Tindastól en upplýsingar um markaskorara vantar frá þeim leik sem stendur.
HK er með fullt hús stiga en Tindastóll er með sex stig.