Spánarmeistarar Real Madrid luku leiktíðinni í La Liga í kvöld á því að gera markalaust jafntefli gegn Real Betis.
Real Madrid er með þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar og er löngu orðið meistari.
Spánarmeistaratitillinn í ár er númer 35 hjá Real Madrid.
Real Betis er í fimmta sæti deildarinnar og leikur í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Liðið vann einnig bikarmeistaratitilinn á Spáni á þessari leiktíð.