Guðrún Arnardóttir stóð vaktina að vanda í vörn Rosengard gegn Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni.
Hún lék allan leikinn í 0-3 sigri síns liðs.
Rosengard er á toppi deildarinnar með 24 stig eftir tíu umferðir.
Guðrún er á sínu öðru leiktímabili með Rosengard.