Í október í fyrra var framið hrottalegt og óvenjulegt níðingsverk í Kongsberg í Noregi. Óður maður með boga og örvar myrti fimm almenna borgara. Atburðurinn vakti mikinn kvíða á meðal Íslendinga, sérstaklega kvöldið eftir árásina þegar ekki lá ljóst fyrir nákvæmlega hvað hefði gerst, því um 70 Íslendingar búa í Kongsberg og allmargir Íslendingar annars staðar í Noregi.
Engan Íslending sakaði í árásinni en DV ræddi m.a. stuttlega við Aron Þorfinnson, íslenskan verkfræðing, sem hefur búið í áratug í Kongsberg.
DV greindi einnig frá því, dagana eftir árásina að árásarmaðurinn væri hinn 37 ára gamli Espen Andersen Bråthen. Hann er danskur ríkisborgari en býr í Kongsberg.
Núna hefur verið birt myndband af árásarmanninum að athafna sig í verslunarmiðstöð og er óhætt að segja að myndbandið vekur mikinn óhug.
Breski miðillinn The Sun hefur einnig birt margar ljósmyndir frá vettvanginum. Sjá hér
Þess má geta að Bråthen játaði sök í málinu. Hann er talinn hafa verið með 80 örvar á sér og marga hnífa er hann gekk berserksgang um miðborg Kongsberg, en hin látnu, sem voru eins og fyrr segir fimm talsins, dóu öll af stungusárum.
Myndbandið er hér fyrir neðan: