fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Þetta eru helstu einkenni apabólu

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 20. maí 2022 16:15

Apabóla veldur meðal annars sárum á borð við þessi. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands greindi frá því í dag að staðfest tilfelli apabólu í Bretlandi væru alls 20 talsins. „Flest tilfellin eru væg,“ segir Sajid Javid, heilbrigðismálaráðherra Bretlands.

Góðu fréttirnar varðandi apabóluna eru þær að til er bóluefni sem hefur reynst vel í baráttunni við þennan nýja sjúkdóm, það er bóluefni sem notað hefur verið við hefðbundinni bólusett. Samkvæmt heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (CDC) þá virðist hægt að nota bóluefnið sökum þess hve lík apabólan er bólusóttinni. Virkni bóluefnisins gegn apabólu er að minnsta kosti 85%.

Það þýðir þó ekki að fólk ætti ekki að hafa varann á þegar kemur að apabólunni. Heilbrigðisstofnun Bretlands hefur farið ítarlega yfir það hvaða einkenni fólk ætti að vara sig á en þau helstu eru sjö talsins.

  1. Hár hiti
  2. Höfuðverkur
  3. Vöðvaverkir
  4. Bakverkur
  5. Bólgnir kirtlar
  6. Hrollur
  7. Þreyta

Heimildarmaður The Sun segir að búið sé að leggja línurnar að því að fá meira bóluefni til Bretlands fyrir baráttuna gegn apabólunni. „Við höfum ekki of miklar áhyggjur á þessum tímapunkti en við fylgjumst mjög vel með stöðunni.“

Veiran hefur greinst undanfarna daga í nokkrum löndum Evrópu. Til að mynda í Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Svíþjóð, Spáni, Portúgal og Kanada. Þá hefur veiran einnig greinst í Bandaríkjunum og í Kanada.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur síðan sagt að ekki sé útilokað að apabólan berist hingað til lands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli