Erling Haaland reif fram rúmar 100 milljónir til að kaupa úr handa leikmönnum og starfsmönnum Dortmund nú þegar hann er að kveðja félagið.
Þessi 21 árs framherji hefur gengið frá samningi við Manchester City og verður formlega leikmaður félagsins í sumar.
Haaland gaf öllum leikmönnum í aðalliði Dortmund gott Rolex úr en starfsmenn í kringum liðið fengu Omega úr.
Leikmenn Dortmund skarta því allir nýrri Rollu eins og krakkarnir kalla úrin frá Rolex.
Þýskir miðlar segja að gjafirnar hafi í heild kostað tæplega 100 milljónir króna en Haaland mun þéna rosalegar upphæðir hjá City.
Haaland mun þéna tæpar 62 milljónir á viku hjá City en framherjinn er einn besti knattspyrnumaður í heimi.