Fyrrverandi forsetafrú Íslands, Dorrit Moussaieff, mætti á frumsýningu Top Gun: Maverick í Lundúnaborg í gær.
Sýningin var stjörnum prýdd. Að sjálfsögðu mætti aðalstjarna kvikmyndarinnar, Tom Cruise, ásamt Jennifer Connelly og Miles Teller.
Rjóminn af bresku konungsfjölskyldunni mætti einnig, hjónin Vilhjálmur prins og Katrín hertogaynja.
Dorrit birti mynd frá frumsýningunni á Instagram og virtist alsæl með myndina.