Með sigri gegn Newcastle á sunnudag er Burnley búið að tryggja sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni.
Burnley er með jafnmörg stig og Leeds sem er í fallsæti en Burnley hefur miklu betri markatölu. Leeds heimsækir Brentford á sunnudag.
Sean Dyche var rekinn úr starfi á dögunum og Mike Jackson hefur stýrt liðinu tímabundið með góðum árangri.
Burnley ætlar sér að ráða framtíðar stjóra í sumar og nú segja ensk blöð margt benda til þess að Vincent Kompany taki við liðinu.
Kompany hefur stýrt Anderlecht í tvö ár en hann var lengi fyrirliði Manchester City. Sagt er að Alan Pace eigandi Burnley vilji ráða Kompany til starfa.