Tveir leikir voru spilaðir í þriðju umferð Lengjudeild karla í gær. Fylkir vann Fjölni 5-2 í Árbæ og Grótta vann 2-0 sigur á HK.
Í kvöld á Hringbraut:
19:15 – Afturelding vs Selfoss í beinni
Sigurbergur Áki Jörundsson skoraði fyrra mark Gróttu á 72. mínútu og Kjartan Kári Halldórsson innsiglaði sigurinn tveimur mínútum fyrir leikslok.
Grótta er með sex stig eftir tvo leiki en HK sem missti þjálfara sinn, Brynjar Björn Gunnarsson til Örgryte í Svíþjóð er með þrjú stig.
Mörkin í leiknum má sjá hér að neðan.