Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að um nokkuð stóran hóp flóttamanna sé að ræða, eða á þriðja tug eins og staðan er núna en fljótlega gætu margir fleiri bæst við. Haft er eftir Magnúsi að ferlið hafi farið af stað í byrjun vikunnar.
Stoðdeild lögreglunnar staðfesti við Fréttablaðið að hömlur vegna bólusetningakröfu væru nú úr sögunni og flutningar því að hefjast á nýjan leik.
„Umbjóðendur mínir hafa fengið símtöl undanfarna daga með tilkynningu um fyrirhugaða framkvæmd brottvísunar,“ er haft eftir Magnús sem sagði einnig að í sumum tilvikum sé um fólk að ræða sem hefur verið hér í töluvert langan tíma og fest rætur. Meðal annars sé kona, sem er gengin átta mánuði, í þessum hópi. Hann sagði ómannúðlegt að vísa fólki til Grikklands: „Aðstæður þar fyrir flóttafólk eru algjörlega óásættanlegar og margir sem hafast við á götunni.“