Everton vann magnaðan 3-2 endurkomusigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn þýðir að Everton leikur í efstu deild á næstu leiktíð eftir að hafa verið í bullandi fallbaráttu meirihluta tímabils.
Gestirnir leiddu 2-0 í hálfleik með mörkum frá Jean-Philippe Mateta og Jordan Aywe. Michael Keane minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Richarlison jafnaði metin á 75. mínútu.
Dominic Calvert-Lewin tryggði Everton sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Demarai Gray. Stuðningsmenn Everton hlupu inn á völlinn í kjölfarið og þurfti að reka þá aftur í stúku til að halda leiknum áfram.
Patrick Vieira has been filmed in an altercation with an Everton fan on the pitch at Goodison Park during tonight’s pitch invasion. pic.twitter.com/MOliWvsSHJ
— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 19, 2022
Sjö mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og Palace menn reyndu hvað þeir gátu að jafna. Allt kom þó fyrir ekki og stuðningsmenn Everton létu ekki á sér standa í leikslok og réðust inn á völlinn á nýjan leik.
Nokkrir af þeim fóru að bögga Patrick Vieira stjóra Crystal Palace sem brjálaðist og sparkaði af öllu afli í einn stuðningsmann Everton.