Hann byrjaði að skrá þetta hjá sér þegar hann fékk sér fyrsta Big Mac borgaranna þann 17. maí 1972. Þann 17. maí 2011 náði hann þeim áfanga að hafa borðað 25.000 Big Mac og í vikunni gat hann „fagnað“ því að hafa borðað Big Mac nær daglega í 50 ár. Samtals hefur hann sporðrennt 32.943 Big Mac.
„Ó, ég hef aðeins misst átta daga úr á 50 árum sem er ótrúlegt. Eins og ég segi þá tel ég alla Big Mac. Ég hef talið alla Big Mac sem ég hef borðað á ævinni og á skrá yfir það frá fyrsta degi,“ sagði hann í samtali við CNN.
Það er langt síðan hann komst í Heimsmetabók Guinness fyrir þetta. Þar segir að hann borði yfirleitt tvo Big Mac á dag.
Hann er svo upptekinn af þessu að hann á hverja einustu kvittun fyrir kaupum á Big Mac frá upphafi og ekki nóg með það, hann á hvern einasta kassa undan hamborgurunum frá upphafi. Hann er því með 50.000 kassa, undan Big Mac, heima hjá sér.