fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Lengjudeild karla: Fylkir vann Fjölni – Grótta hafði betur gegn HK

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 19. maí 2022 21:28

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir voru spilaðir í þriðju umferð Lengjudeild karla í kvöld. Fylkir vann Fjölni 5-2 í Árbæ og Grótta vann 2-0 sigur á HK.

Benedikt Daríus Garðarsson kom Fylkismönnum yfir á 14. mínútu en Hákon Ingi Jónsson jafnaði fyrir Fjölni á 38. mínútu.

Staðan var ekki lengi jöfn þar sem  Nikulás Val Gunnarsson kom Fylkismönnum aftur yfir með marki úr vítaspyrnu á 41. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Hallur Húni Þorsteinsson þriðja mark Fylkis, staðan 3-1 í leikhléi.

Fylkir komst í 4-1 í upphafi síðari hálfleiks eftir mark Ásgeirs Eyþórssonar og Ómar Björn Stefánsson bætti við fimmta markinu fimm mínútum fyrir leikslok áður en Hákon Ingi Jónsson skoraði sárabótarmark fyri Fjölni, lokatölur 5-2. Fjölnismaðurinn Hans Viktor Guðmundsson var rekinn af velli undir lok leiks.

Þetta var fyrsta tap Fjölnis á leiktíðinni eftir tvo sigra. Fylkir er með sjö stig eftir þrjá leiki.

Grótta vann eins og áður segir 2-0 sigur gegn HK á Seltjarnarnesi. Sigurbergur Áki Jörundsson skoraði fyrra mark heimamanna á 72. mínútu og Kjartan Kári Halldórsson innsiglaði sigurinn tveimur mínútum fyrir leikslok.

Grótta er með sex stig eftir tvo leiki en HK sem missti þjálfara sinn, Brynjar Björn Gunnarsson til Örgryte í Svíþjóð er með þrjú stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Í gær

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Í gær

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker