Nokkur Íslendingalið fóru áfram í 1. umferð norska bikarsins í kvöld.
Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Noregsmeistara Bodö/Glimt í 4-0 útisigri á Rana. Samúel Kári Friðjónsson kom inn á í hálfleik er topplið Viking vann 6-1 sigur á Rosseland.
Viðar Örn Kjartansson var á bekknum er Vålerenga vann Kolbu KK 5-1.
B-deildarliðið Sogndal með þá Jónatan Inga Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarsson innanborðs vann 5-0 útisigur á Florö. Hörður Ingi var ekki með Sogndal í dag.
Arnór Gauti Ragnarsson lék með Hönefoss í 4-0 tapi liðisins fyrir Strömsgodset. Ari Leifsson lék ekki með Strömsgodset í dag.