Það skiptir máli hvernig við göngum um jörðina okkar og lífríkið. Þetta kom berlega í ljós á dögunum þegar starfsfólk innlendrar fiskvinnslu fann heila dós af Thule léttöli í maga þorsks.
Myndum af þessu var deilt í hópinn Plokk á Íslandi en þar helgar fólk sig því að plokka upp rusl á víðavangi.
Starfsfólki fiskvinnslunnar var að vonum brugðið við þetta en sjaldgæft er að slíkir aðskotahlutir finnist í aflanum. DV fékk góðfúslegt leyfi til að birta myndirnar sem eru hér meðfylgjandi.