fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Besta deild kvenna: Valur skoraði níu gegn KR

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 19. maí 2022 19:23

Frá leik Þróttar í fyrra. Frettablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tók KR í kennslustund í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld.

Stigalaust lið gestanna mætti Íslandsmeisturunum á Origo vellinum. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kom Valskonum yfir á 14. mínútu en  Guðmunda Brynja Óladóttir jafnaði fyrir KR átta mínútum síðar.

Þrjú mörk fylgdu frá heimakonum í kjölfarið og staðan 4-1 fyrir Val í leikhléi. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fimmta mark Vals í upphafi síðari hálfleiks og Elísa Viðarsdóttir kom þeim í 6-1 á 75. mínútu.

Valsarar bættu við þremur mörkum í viðbót á síðustu fjórum mínútum leiksins og 9-1 sigur staðreynd. Valur er á toppnum með 12 stig eftir fimm leiki. KR er áfram stigalaust á botninum en liðið hefur fengið á sig 24 mörk í fimm leikjum og aðeins skorað eitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur