fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Sigmundur Davíð agndofa yfir Finnum – Þakkaði fyrir sig með tár á hvarmi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. maí 2022 15:49

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrum forsætisráðherra, hefur undanfarna daga setið fundi í Finnlandi með þingmönnum og ráðherrum Eistlands og heimalandsins þar sem umræðuefnið hafi verið NATO og stríðið í Úkraínu. Sigmundur Davíð greinir frá því á Facebook-síðu sinni að fundirnir hafi lukkast vel en það hafi þó verið reynsla hans af öryggisgæslu á flugvelli í Finnlandi sem hafði mest áhrif á hann.

„Þegar komið var að brottför og ég mætti á flugvöllin, dálítið seint eins og gengur, sá ég það sem ég taldi að hlyti að vera lengsta röð veraldar til að komast í öryggiseftirlitið. En það reyndist bara vera röð til að komast í tvennar stórar réttir,“ skrifar Sigmundur Davíð. Honum hafi fallist hendur og talið að Finnar væru búnir að missa. Það reyndist þó ekki raunin.

„Nei, ég hafði þá fyrir rangri sök því öll röðin (nærri kílómeters löng að mati símans) gekk á gönguhraða. Það sem leit út eins og risastór hindrun reyndist bara vera heilsubótarganga. Gegnumlýsingartækin litu út eins og þotuhreyflar nema með bláum og rauðum ljósaskreytingum. Ég spurði hvort ég mætti taka mynd af þessu undri en mátti það ekki,“ skrifar þingmaðurinn og greinilegt er að hann var uppnuminn af reynslunni sem átti bara eftir að batna.

„Þegar ég var að hefjast handa við að leita að raftækjum, tannkremi og slíku í handfarangrinum greip vinaleg kona inní og sagði „ekki taka neitt úr töskunni, settu þetta bara allt í tækið og ekki fara úr skónum”. Með tár á hvarmi sagði ég „þakka þér fyrir”. Af gömlum vana tók ég samt af mér beltið. Svo þaut taskan í gegnum þotuhreyfilinn og í fangið á mér þegar ég var búinn að valhoppa í gegnum málmleitartækið.“

Frændur okkar Finnar eru því aldeilis ekki búnir að missa það, þeir eru bara skilvirkari en við. „Þeir munu reynast góð viðbót við NATO,“ skrifar forsætisráðherrann fyrrverandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?