Dean Henderson markvörður Manchester United er á barmi þess að ganga í raðir Newcastle. Manchester Evening News segir frá.
Viðræður liðanna hafa borið árangur og segir MEN að Henderson hafi ferðast til Newcastle í gær í viðræður.
Henderson hefur lítið sem ekkert spilað á þessu tímabili og orðið undir í samkeppni við David de Gea.
Henderson vill fara frá United í sumar til þess að spila og eiga möguleika á miða í HM hóp Englands undir lok árs.
Mestar líkur eru taldar á því að Newcastle taki Henderson á láni í eitt ár.